Bein og óbein losun gróðurhúsalofttegunda
Árið 2019 var umfang 1 eða bein losun frá kjarnastarfsemi samstæðu OR rúmlega 43.500 tonn CO2 ígilda. Losunin er frá jarðvarmavirkjunum Orku náttúrunnar vegna vinnslu á rafmagni og heitu vatni, vinnslu jarðvarma til húshitunar á lághitasvæðum Veitna, sem er metin nánast engin, frá HFC efnum í kerfi Veitna og frá bílaflota og húsnæði samstæðunnar. Umfang 2, óbein losun vegna notkunar rafmagns og hita í kjarnastarfsemi samstæðu OR var engin því samstæðan framleiðir rafmagn inn á landsnetið og er gerð grein fyrir losuninni í umfangi 1. Til að koma í veg fyrir tvítalningu er því engin losun tiltekin í umfangi 2. Umfang 3, óbein losun frá úrgangi vegna kjarnastarfsemi samstæðunnar, ferða starfsfólks í og úr vinnu og flugferða starfsfólks, var um 1.500 tonn CO2 ígilda. Þetta eru ekki tæmandi upplýsingar um umfang 3 því ekki er tekið tilli til framleiðslu aðfanga.
Umfang 1, eða bein losun frá kjarnastarfsemi samstæðu OR, var rúmlega 43.500 tonn CO2 ígilda árið 2019. Losunin er frá jarðvarmavirkjunum Orku náttúrunnar vegna vinnslu á rafmagni og heitu vatni, vinnslu jarðvarma til húshitunar á lághitasvæðum Veitna, sem er metin nánast engin, frá HFC efnum í kerfi Veitna og frá bílaflota og húsnæði samstæðunnar.
Umfang 2, óbein losun vegna notkunar rafmagns og hita í kjarnastarfsemi samstæðu OR var engin því samstæðan framleiðir rafmagn inn á landsnetið og er gerð grein fyrir losuninni í umfangi 1. Til að koma í veg fyrir tvítalningu er því engin losun tiltekin í umfangi 2.
Umfang 3, óbein losun frá úrgangi vegna kjarnastarfsemi samstæðunnar, ferða starfsfólks í og úr vinnu og flugferða starfsfólks, var um 1.500 tonn CO2 ígilda. Þetta eru ekki tæmandi upplýsingar um umfang 3 því ekki er tekið tilli til framleiðslu aðfanga.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá samstæðu OR er innan við 1% af heildarlosun á Íslandi miðað við heildarlosun 2017 (Umhverfisstofnun, 2019).